Uncategorized
Stefna á 200 þúsund lítra á ári
|
Bjórverksmiðja mun hefja framleiðslu í Stykkishólmi á næsta ári, gangi áætlanir forsvarsmanna fyrirtækisins eftir. Þeir hafa stofnað fyrirtækið Mjöður ehf. um framleiðsluna, og hefur fyrirtækið þegar tryggt sér lóð í bænum. Fimm til sjö starfsmenn munu að líkindum starfa við verksmiðjuna.
Sérstaða bjórsins okkar verður góður bjór úr góðu vatni,“ segir Gissur Tryggvason, einn forsvarsmanna bjórverksmiðjunnar sagði í viðtali við fréttablaðið. Nánari lýsingar á bjórnum fást ekki upp gefnar af samkeppnisástæðum, né heldur nafn bjórtegundarinnar.
Mikið á eftir að gera áður en fyrsti sopinn verður drukkinn, þótt búið sé að ganga frá kaupum á vatni. Byggja á nýtt hús fyrir verksmiðjuna, og eftir er að semja um kaup á tækjum. Bruggmeistarann vantar einnig, og segist Gissur reikna með að útlendingur verði ráðinn.
Fyrst um sinn reiknar Gissur með að bruggaðir verði um 200 þúsund lítrar á ári, sem jafngildir um 600 þúsund bjórflöskum, tveimur á hvern landsmann. Framleiðslan verður til að byrja með eingöngu seld hér á landi.
Gissur segir aðdragandann að stofnun bjórverksmiðju hafa verið nokkuð langan, en undirbúningur hafi ekki hafist af alvöru fyrr en í júlí síðastliðnum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði