Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lambakjötsmáltíð Gestgjafans hvarf óvænt
Uppnám varð á ritstjórn Gestgjafans í gær þegar í ljós kom að vegleg, nýelduð lambakjötsmáltíð, sem beið myndatöku fyrir næsta hefti, var horfin úr eldhúsi tímaritsins í húsnæði Birtings á Lynghálsi. Kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, hafði rétt brugðið sér frá eftir að hafa staðið sína pligt við matseldina drjúga stund.
Aðeins fátæklegar matarleifar blöstu við þegar hann sneri aftur. Ljóst er að einhver eða einhverjir hafa gætt sér á lambakjötinu meðan hann var fjarverandi, líklega í þeirri trú að myndatökunni væri lokið. Réttir úr eldhúsi Gestgjafans eru jafnan á boðstólum fyrir starfsfólk Birtingstímaritanna eftir myndatöku.
Úlfar Finnbjörnsson mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt við eldamennskuna svo hægt væri að birta mynd með uppskriftinni. Enginn hefur gefið sig fram og lýst ábyrgð á hendur sér.
Greint frá á fréttavef Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






