Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lambakjötsmáltíð Gestgjafans hvarf óvænt
Uppnám varð á ritstjórn Gestgjafans í gær þegar í ljós kom að vegleg, nýelduð lambakjötsmáltíð, sem beið myndatöku fyrir næsta hefti, var horfin úr eldhúsi tímaritsins í húsnæði Birtings á Lynghálsi. Kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, hafði rétt brugðið sér frá eftir að hafa staðið sína pligt við matseldina drjúga stund.
Aðeins fátæklegar matarleifar blöstu við þegar hann sneri aftur. Ljóst er að einhver eða einhverjir hafa gætt sér á lambakjötinu meðan hann var fjarverandi, líklega í þeirri trú að myndatökunni væri lokið. Réttir úr eldhúsi Gestgjafans eru jafnan á boðstólum fyrir starfsfólk Birtingstímaritanna eftir myndatöku.
Úlfar Finnbjörnsson mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt við eldamennskuna svo hægt væri að birta mynd með uppskriftinni. Enginn hefur gefið sig fram og lýst ábyrgð á hendur sér.
Greint frá á fréttavef Dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars