Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Rizzo pizza lokar og nýr veitingastaður Primo opnar á sama stað í nóvember
Rizzo pizza á Grensásvegi var lokað á miðvikudaginn síðastliðinn og hófust niðurrif og framkvæmdir strax, en stefnt er að opna nýjan veitingastað sem hefur fengið nafnið Primo. Eigandi af Primo er Haukur Víðisson matreiðslumeistari og kemur Leifur Welding til með að hafa yfirumsjón með breytingum.
Primo verður nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur og er staðurinn hugsaður sem mjög óformlegur ( casual ) og í ódýrari kantinum og tekur um 80 manns í sæti.
Léttvín á vægu verði og maturinn að ítölskum hætti, eldhús með spennandi ítölskum réttum jafnt sem ítalskar eldbakaðar sælkerapizzur, en áætlað er að opna staðinn í byrjun nóvember.
Ég er á leiðinni til Rómar með yfirmatreiðslumanni staðarins til að skoða skemmtilega veitingastaði þar
, sagði Haukur hress í samtali við veitingageirinn.is, en yfirmatreiðslumaður Primo er Kristinn Snær Steingrímsson.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








