Vertu memm

Frétt

Tugir veitingastaða taka þátt fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin

Birting:

þann

Út að borða fyrir börnin

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á undanförnum árum staðið að fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin í samstarfi við veitingastaði.

Verkefnið felst í því að veitingastaðir láta hlutfall af verði valdra rétta á matseðli renna til samtakanna en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð. Öllum ágóða er varið til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi.

En samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið hér á landi, eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.

Verkefnið er nú að fara af stað í áttunda sinn og hefur vakið verðskuldaða athygli. Það fer fram dagana 15. febrúrar til 15. mars. Í fyrra tóku 42 veitingastaðir þátt.

Þeir veitingastaðir sem vilja taka þátt í verkefninu í ár er bent á að hafa samband við barnaheill.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið