Frétt
Tugir veitingastaða taka þátt fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á undanförnum árum staðið að fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin í samstarfi við veitingastaði.
Verkefnið felst í því að veitingastaðir láta hlutfall af verði valdra rétta á matseðli renna til samtakanna en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð. Öllum ágóða er varið til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi.
En samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið hér á landi, eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Verkefnið er nú að fara af stað í áttunda sinn og hefur vakið verðskuldaða athygli. Það fer fram dagana 15. febrúrar til 15. mars. Í fyrra tóku 42 veitingastaðir þátt.
Þeir veitingastaðir sem vilja taka þátt í verkefninu í ár er bent á að hafa samband við barnaheill.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla