Freisting
Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni
Íslenski vatnsframleiðandinn Icelandic Glacial sigraði í samkeppni um árleg verðlaun, sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum. Úrslitin voru kynnt á á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg í gærkvöldi.
Icelandic Glacial var ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur tilnefnt í flokknum besta framtak til sjálfbærni“ en umhverfismál og sjálfbærni voru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó. Meðal annarra fyrirtækja, sem tilnefnd voru í þessum flokki, voru Coca Cola, Neslé og Danone vegna sérverkefna á þessu sviði.
Á fréttavefnum Bevnet.com er haft eftir Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Icelandic Glacial, að hann sé afar ánægður með að fyrirtækið hljóti þessi verðlaun og fái viðurkenningu fyrir vistvænar framleiðsluaðferðir. Segist Jón vona, að aðrir í þessum iðnaði muni fylgja í fótspor fyrirtækisins og grípi til aðgerða til að bæta umhverfið og umheiminn.
Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju, sem félagið ætlar að reisa í Ölfusi.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or