Keppni
Alex sigraði Ramen Momo keppnina
Nú á dögunum stóð veitingastaðurinn Ramen Momo við Tryggvagötu 16 fyrir keppni í kappáti þar sem gestir fengu stóran Ramen-rétt og áttu að klára hann á sem skemmstum tíma.
Góð þátttaka var í keppnina, 41 skráðu sig í keppnina en eitthvað helltist úr lestinni og mættu 33 keppendur. Sumir mættu með klaka í poka til að kæla niður súpuna áður en hún yrði borðuð, en til að keppnin yrði jöfn og spennandi, þá var bannað að setja klaka út í súpuna.
Sjá einnig: Verður þú Ramen-meistari Reykjavíkur?
Tíminn fór að tikka um leið og rétturinn var borinn fram og besti tíminn var 5 mínútur og tvær sekúndur og sigurvegari mótsins var Alex Giannakos sem hreppti jafnframt titilinn Ramen-meistari Reykjavíkur.
Annar besti tíminn var 6 mínútur og 12 sekúndur og þriðji var 6 mínútur og 26 sekúndur.
Lengsti tíminn var 40 mínútur og 52 sekúndur. 10 manns gáfust upp og hættu keppni og einn þurfti að yfirgefa veitingastaðinn til að æla.
Glæsileg verðlaun voru í boði:
- Frítt Ramen-árskort 2018 (eigandi kortsins fær ótakmarkað magn af Ramen-súpu á árinu 2018).
- Ljósmynd á vegginn Ramen Momo.
- Skírteini Ramen-meistari.
- Jólapakka frá Ramen Lab.
- Blandaður sælgætispakki frá Japan.
Þeir sem töpuðu fengu 5 kíló ferskar Ramen-núðlur í sárabætur.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá keppninni með því að smella hér.
Mynd: facebook / Ramen Momo
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM