Freisting
Undarlegur matur á Íslandi
Andrew Zimmern, var á Íslandi nú á dögunum til að kynna sér undarlegan mat þjóðarinnar fyrir sjónvarpsþáttinn „Bizarre food“ sem hann stýrir á Discovery-sjónvarpsstöðinni. Og hann var ekki nískur á lofið þegar kom að íslenskri matargerð, er blaðamaður spjallaði við hann á hinum rammíslenska Sægreifa þar sem eigandinn Kjartan Halldórsson, bauð upp á hvalkjöt eða „Moby Dick“ á spjóti eins og hann kallaði það.
„Það hefur verið frábært hérna, ég er búinn að borða slátur, hákarl og lunda. Ég hef borðað á sumum bestu veitingastöðum Reykjavíkur, Vox og hjá Sigga Hall og ég hef helling að segja um þessa nýtísku veitingastaði landsins. Ég er gjörsamlega ástfanginn af Íslandi,“ sagði Zimmern, sem er menntaður kokkur og hefur starfað sem yfirkokkur eða ráðgjafi við marga fræga veitingastaði í New York, Minneapolis og víðar.
Aðspurður hvað hefði vakið mesta athygli hans í heimsókninni sagði Zimmern það hafa komið sér á óvart hve mikil gæði hráefnisins væru.
Heimasíða Andrew Zimmern: www.andrewzimmern.com
Sægreifinn
Greint frá á Mbl.is
Mynd: freisting.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin