Vertu memm

Freisting

Undarlegur matur á Íslandi

Birting:

þann

Andrew Zimmern, var á Íslandi nú á dögunum til að kynna sér undarlegan mat þjóðarinnar fyrir sjónvarpsþáttinn „Bizarre food“ sem hann stýrir á Discovery-sjónvarpsstöðinni. Og hann var ekki nískur á lofið þegar kom að íslenskri matargerð, er blaðamaður spjallaði við hann á hinum rammíslenska Sægreifa þar sem eigandinn Kjartan Halldórsson, bauð upp á hvalkjöt eða „Moby Dick“ á spjóti eins og hann kallaði það.

„Það hefur verið frábært hérna, ég er búinn að borða slátur, hákarl og lunda. Ég hef borðað á sumum bestu veitingastöðum Reykjavíkur, Vox og hjá Sigga Hall og ég hef helling að segja um þessa nýtísku veitingastaði landsins. Ég er gjörsamlega ástfanginn af Íslandi,“ sagði Zimmern, sem er menntaður kokkur og hefur starfað sem yfirkokkur eða ráðgjafi við marga fræga veitingastaði í New York, Minneapolis og víðar.

Aðspurður hvað hefði vakið mesta athygli hans í heimsókninni sagði Zimmern það hafa komið sér á óvart hve mikil gæði hráefnisins væru.

Heimasíða Andrew Zimmern: www.andrewzimmern.com


Sægreifinn

 

Greint frá á Mbl.is

Auglýsingapláss

Mynd: freisting.is | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið