Freisting
Bæjarins beztu fagna 70 ára afmæli
|
Bæjarins beztu fagna 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður viðskiptavinum boðið upp á pylsur og kók fyrir 20 kr. nú um helgina. Með þessu móti viljum við þakka góðar móttökur á umliðnum áratugum og verðlauna góða viðskiptavini í gegnum árin, bæði gamla og nýja.
Ég vona því bara að sem flestir mæti,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, og tekur fram að allar tekjur helgarinnar renni óskiptar til góðgerðarmála.
Við ætlum að styrkja Konukot. Málið er mér tengt því sem kona í viðskiptum vil ég styrkja aðrar konur til betra lífs,“ segir Guðrún.
Hún hefur staðið vaktina í Bæjarins beztu sl. 30 ár.
Aðspurð hvort hún geti útskýrt vinsældir Bæjarins beztu í gegnum árin hlær Guðrún og svarar: Ef ég gæti gert það þá væri ég viðskiptamógúll í útlöndum. En okkar mottó hefur alltaf verið það að gera eins vel og við getum og gera alltaf kröfu um fyrsta flokks hráefni.“
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var