Vertu memm

Freisting

Ítalir bíða spenntir eftir Jóa Fel

Birting:

þann

Sjónvarpskokkurinn og bakarinn Jói Fel er á leiðinni í mikla pílagrímsför til Ítalíu þar sem hann ætlar að kynnast þarlendri matargerðarlist.

Afraksturinn verður sýndur í nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 í næsta mánuði sem nefnist Ítalíuævintýri Jóa Fel.

„Við ætlum að sjá hvernig þeir búa til þessar vörur sem við erum að kaupa eins og ólífuolíu, pestó og parmesanost. Síðan fer ég inn á nokkur veitingahús til að sjá hvernig þeir elda og fer svo heim og elda þar líka,“ segir Jói Fel, sem heldur af landi brott á sunnudag. Fetar hann þar með í fótspor kollega síns Jamie Oliver sem hefur verið duglegur að kynna sér ítalska matargerð og ítalskt hráefni af eigin raun.
Að sögn Jóa hefur Ítalíuförin verið rúmt ár í pípunum og því kominn tími til að hleypa verkefninu af stað.

„Ég er búinn að hitta Ítalana og þeir bíða spenntir eftir okkur.“
Jói viðurkennir að vera mikill aðdáandi ítalskrar matargerðarlistar, rétt eins og svo margir aðrir. „Þarna er grunnurinn að góðum mat. Við ætlum að læra hvað hráefnið skiptir miklu máli, eins og við þekkjum sjálf af lambakjöti og mjólkurafurðum.

Þetta er gert til að sýna Íslendingum fram á að við getum keypt allt það besta frá Ítalíu, það sem þeir eru að búa til fyrir íslenskan markað,“ segir hann.

Greint frá á visir.is

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið