Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hafsteinn flottur í viðtali hjá Ísland í Dag

Birting:

þann

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson sem sigraði eftirminnilega í keppninni Kokkur ársins 23. september s.l. í Flóa í Hörpu, var í gær í skemmtilegu viðtali í þættinum Ísland í Dag.

Hafsteinn er metnaðarfullur matreiðslumaður og hefur keppt í fjölmörgum keppnum, verið aðstoðamaður Sigurðar Helgasyni í Bocuse d´Or 2013. Hafsteinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu en liðið kemur til með að keppa á Heimsmeistaramóti landsliða í matreiðslu í Lúxemborg í nóvember 2018.

Kokkalandsliðið - 2017

Kokkalandsliðið 2017.
Hafsteinn Ólafsson er hér lengst til hægri í fremstu röð.
Kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir Heimsmeistaramót landsliða í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg í nóvember 2018 og framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli.

Hafsteinn hefur starfað á veitingastöðunum Grillinu á Hótel Sögu, Cava, Apótekinu Grill, Ion Hótelinu og nú á Sumac svo fátt eitt sé nefnt.

Hafsteinn hefur keppt í Kokkur ársins í fjögur skipti, verið í 2. sæti þrisvar sinnum og 1. sæti í Kokkur ársins 2017 sem var svo sannarlega verðskuldað.

Þáttinn Ísland í Dag er hægt að horfa á með því að smella hér.

 

Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið