Vertu memm

Keppni

Myndir frá Kokkur Ársins 2017

Birting:

þann

Kokkur Ársins 2017

Keppnin um titilinn Kokkur Ársins 2017 stendur sem hæst í Flóa í Hörpu og lýkur kl 22.00, þar sem keppendur elda 3ja rétta matseðil í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó.

Fjölmargir gestir hafa fylgst með keppninni í allan dag. Gestir sem tryggðu sér miða á sérstakan Kokkalandsliðs kvöldverð samhliða keppninni fá að fylgjast með síðustu réttunum sem koma úr eldhúsum keppenda.

Keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2017:

  • Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
  • Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
  • Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
  • Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
  • Víðir Erlingsson – Bláa Lónið

Gummi Ben heldur uppi keppnisstemningu og Eyþór Ingi og landsliðið spila í takt. Um val sigurvegarans sér fjölskipuð 11 manna dómnefnd sem fylgir eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkar allan matinn.

Yfirdómari er Krister Dahl frá Svíþjóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar mun síðan krýna Kokk ársins 2017 í lok kvölds.

Bein útsending

Boðið verður upp á beina útsendingu í kvöld sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Myndir tók Sigurjón Sigurjónsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið