Keppni
Úrslitakeppni matreiðslu- og framreiðslunema 2017
Föstudaginn 22. september fer fram úrslitakeppni nema í matreiðslu og framreiðslu um titilinn framreiðslu og matreiðslunemi ársins 2017. Keppnin fer fram í Hörpu og hefst kl. 12. Sigahæstu nemarnir í keppninni koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Kaupmannahöfn dagana 20 – 21 apríl 2018.
Í matreiðslu keppa:
- Baldvin Freyr Sigurðsson – Icelandair Marína, meistari Jónas Már Ragnarsson
- Elmar Ingi Sigurðsson – Radisson SAS Blu, meistari Sigurður Helgason
- Hinrik Lárusson – Radisson SAS Blu, meistari Sigurður Helgason
- Michael Pétursson – VOX, meistari Jónas Már Ragnarsson
Verkefni matreiðslunema er að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir níu einstaklinga. Í forrétt er íslenskt haustgrænmeti. Rétturinn má ekki innihalda mjólkurafurðir eða hnetur framreitt er af fati. Í aðalrétt er kjúklingur og risottó ásamt heitri sósu. Aðalréttur er framreiddur af fati og í eftirrétt eru jarðarber, marens og heit sósa. Eftirrétturinn er framreiddur á diskum.
Dómarar í keppninni eru Bjarki Hilmarsson, Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Siguróli og Helmut Müller.
Í framreiðslu keppa.
- Axel Árni Herbertsson – Bláa lónið, meistari Jakob Már Harðarson
- Rakel Siva – Radisson Blu Hótel Saga, meistari Lovísa Grétarsdóttir
- Sandra Óskarsdóttir – Bláa lónið, meistari Andrea Mekkín Júlíusdóttir
- Sigurður Borgar – Radisson Blu Hótel Saga, meistari Lovísa Grétarsdóttir
Verkefni framreiðslunemanna er eftirfarandi: Skriflegt próf um fagtengd málefni; blöndun áfengra- og óáfengra drykkja; eldsteikingu; fyrirskurð á heilum kjúkling; sérvettubrot; kvöldverðaruppdekkning fyrir fjóra rétti ásamt blómaskreytingu og framreiðsla á fjórum réttum ásamt vínum.
Dómarar eru Trausti Víglundsson, Ólafur Ólafsson, Baldur Sæmundsson, Jón Bjarni og Sigmar Beck Rand.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






