Frétt
Hinrik Carl og Ólafur bjóða upp á Íslenskan mat í einni stærstu matar- og drykkjahátíð Bandaríkjanna
Matreiðslumennirnir Hinrik Carl Ellertsson og Ólafur Ágústsson frá Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel, DILL og Hverfisgötu 12 verða með í einni stærstu matar- og drykkjahátíð Bandaríkjanna í næstu viku. Hátíðin heitir FEAST Portland og er hún haldin ár hvert í Portland í Oregon-fylki. Á hverju ári koma saman mörg hundruð kokka, bruggara, veitingahúsa og aðrir framleiðendur til að sýna kraftinn og orkuna sem matarsenan í Portland hefur upp á bjóða.
„Margir af virtustu kokkum Bandaríkjanna taka þátt í ár og er því mikill heiður og viðurkenning fyrir okkur að fá að vera með. Hátiðin fer fram í mörgum viðburðum út um alla borg og koma þúsundir sjálfboðaliða að henni“
, segir Ólafur Ágústsson. Ólafur starfar sem framkvæmdarstjóri á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel og sömuleiðis DILL Restaurant og Hverfisgötu 12. Hinrik Carl er rekstrarstjóri DILL og er sömuleiðis yfirmatreiðslumaður á Hverfisgötu 12.
FEAST PORTLAND leggur mikið af hendi til góðgerðamála og hefur þannig safnað um 300,000 dollara síðastliðin ár sem fara beint í að stemma stigu við hungri og fátækt á svæðinu.
„Okkur var boðið að taka þátt í því sem heitir Brunch Village sem er á sunnudegi frá kl 11-14. Nú þegar er uppselt og hafa 1,800 manns aðgangsmiða að þessum viðburði. Það er fyrir utan alla aðra tugi viðburða sem eru í boði, og uppselt á marga. Brunch Village fer fram á Pioneer Square í miðborginni, og á sama tíma og Portland maraþonið fer fram þannig að það verður gríðarmikill fjöldi á svæðinu“
, segir Ólafur.
Matseðillinn sem að Ólafur og Hinrik Carl bjóða upp á er þessi:
Skyr and cream, birch syrup, forest berries and crispy barley flakes
Pulled lamb shanks, this summer’s pickles, wild mushrooms and herbs
Salted cod, small potatoes, brown butter and lovage
Hér er hægt að sjá þau sem taka þátt í ár.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






