Markaðurinn
3 Par Kerfi

Hver og einn sem hefur stýrt þvotti veit að verkgjaldið er 45-50% af þjónustukostnaði þvottahúsa. Það sem fylgir fast á eftir er kostnaður vegna endurnýjunar á tauinu. En fáir vita að hægt er að minnka þann kostnað. Til að varðveita veglegu fatnaðarfjárfestingarnar sínar hafa fyrirtæki verið að grípa til svokallaðs „3 par kerfis“
Par vísar til fjölda setta af fatnaði hótel er með fyrirliggjandi. Sem dæmi, ef hótel hefði bara eitt sett af fatnaði fyrir hvern einstakling, þá myndi það jafna við eitt par. Ákjósanlegast fyrir hótel væri að hafa þrjú sett af fatnaði fyrirliggjandi á öllum stundum, eða 3 par.
Settin víxlast síðan með hringrásarkerfi sem hjálpar bæði við að varðveita efnið í fötunum og láta starfsfólkinu líða betur í þeim: Eitt sett er í notkun, annað sett er í þvotti og það seinasta er að hvílast.

Hótel Canopy er eitt af þeim hótelum sem notast við „3 par kerfið“. Eftir að hafa fjárfest í hágæða vinnufatnaði þá var vitað að það væri nauðsynlegt að kaupa meira inn fyrirfram til að spara innkaupakostnað seinna meir og til að geta sett kerfið í virkni til að forðast ofnotkun og þar með að þræðirnir í fatnaðinum gangi úr sér.
Þau á Hótel Canopy voru meðvituð um það að það var ávinningur í því að hafa mörg sett af fatnaði, og sá mikilvægasti er áreiðanlega þvottakostnaður og ending fatnaðarins.
Eftir að gengið er frá fatnaðinum er honum gefinn 24 tímar til að hvílast áður en hann er tekinn í notkun aftur. Þó að það virðist ekki mikilvægur hluti af ferlinu þá slakna þræðirnir á þessum tíma, krumpur sléttast og áferðin viðhelst betur.
Ofþurrkun er fljótlegasta leiðin til að eyðileggja flottan vinnufatnað. Til að koma í veg fyrir það þá er mikilvægt að nota þvottakerfi sem skynjar þurrleikann í efninu og stöðvast þegar takmarkinu er náð.

Að lokum þá er stór og fljótleg ávöxtun að fjárfesta í þrem settum af vinnufötum því hann eykur líf og langtímagæði fatnaðarins. Margir brenna sig á að nýta ekki þessa leið í byrjun ferlis hjá sér og óumflýjanlega kemur þetta niður á útgjöldum seinna meir í rekstrinum.
Nánar á vinnufatnadur.skyrta.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni5 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





