Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýja ísbúðin Valdís slær í gegn | …algert fíaskó, alger sökksess

Birting:

þann

Gylfi Valdimarsson matreiðslumaður

Gylfi Valdimarsson matreiðslumaður

Traffíkin hefur aukist jafnt og þétt og bara minnkar aldrei. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig veðrið er. Það hefur jú oft verið sagt að sól auki sölu á ís en hjá okkur hafa nýjungar greinilega fallið í kramið hjá landanum

, segir nýjasti ískóngurinn á Íslandi, Keflvíkingurinn Gylfi Valdimarsson en hann opnaði ísbúðina Valdísi úti á Granda í Reykjavík í maí síðastliðnum.  Gylfi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Glóðinni í Keflavík hér á árum áður.

Gylfi segir að í Valdísi sé allur ís gerður frá grunni á staðnum, engar blöndur komi frá öðrum framleiðendum.

Það er allt betra ef þú sérð hlutina gerða á staðnum. Við gerum vöffluformin hér á staðnum og það er yndislegt að finna lyktina af þeim. En það er auðvitað fleira. Við erum í skemmtilegu húsnæði hér úti á Granda, tónlistin og jafnvel bílastæðin heilla en auðvitað í fúlustu alvöru gerði ég ekki ráð fyrir svona viðbrögðum. Þetta er búið að vera algert fíaskó, alger „sökksess

, segir nýi ísmaðurinn.

Ítarlegt viðtal við Gylfa er hægt að lesa í vefútgáfu Víkurfrétta með því að smella hér.

 

Mynd: Skjáskot af vefútgáfu Víkurfrétta.
twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið