Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný stjórn hjá Barþjónaklúbbi Íslands

Birting:

þann

Barþjónaklúbbur Íslands B.C.I

Stjórn BCI (f.v.) Tómas Kristjánsson, Alana Hudkins, Ivan Svanur Corvasce, Milosz Omachel, Orri Páll Vilhjálmsson, Andri Davíð Pétursson og Elna Maria Tómasdóttir

Í gærkvöldi fór fram aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands B.C.I. í kjallaranum á Hard Rock við Lækjargötu. Á fundinum var síðasta tímabil stjórnarinnar gert upp og kosin var ný stjórn þar sem fjórir stjórnarmeðlimir voru kosnir til tveggja ára og þrír til eins árs.

Nýja stjórn Barþjónaklúbbs Íslands B.C.I skipa eftirfarandi:

  • Forseti: Tómas Kristjánsson á Nauthól
  • Varaforseti: Andri Davíð Pétursson The Viceman (og flugfreyja)

Aðrir stjórnarmeðlimir eru:

  • Orri Páll Vilhjálmsson á Apotekinu
  • Elna Maria Tómasdóttir á 101 Harbour
  • Ivan Svanur Corvasce á Geira Smart
  • Alana Hudkins á Slippbarnum
  • Milosz Omachel á Matarkjallaranum

Nýja stjórnin mun hittast strax í næstu viku og fara yfir framtíðarplön BCI, en nú þegar eru í vinnslu ýmsar spennandi keppnir og viðburðir. Þá mun stjórnin einnig funda með áfengis birgjum og heyra þeirra framtíðarsýn og hvernig BCI getur komið til móts við þá í skipulagningu keppna og viðburða.

Barþjónaklúbbur Íslands B.C.I

Barþjónaklúbbur Íslands B.C.I

Það eru því spennandi tímar framundan hjá Barþjónaklúbbi Íslands og hægt er að fylgjast með á facebook síðunni Reykjavík Cocktail Weekend.

Nýja stjórn BCI vill einnig þakka meðlimum fyrri stjórnar og óska þeim góðs gengis í nýjum verkefnum, en þau eru: Margrét Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigtryggsson, Agnar Fjelsted og Leó Ólafsson.

Merðfylgjandi myndir eru frá aðalfundinum í gær.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið