Frétt
Ný frönsk sælkeraverslun á Hverfisgötu
Frönsku sjarmarnir eru mættir á Hverfisgötu! Um síðustu helgi opnuðu Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan fallegu sælkeraverslunina Hyalin á Hverfisgötu 35. Söltu karamellurnar sem þeir selja eru guðdómlegar og ilmkertið með basil og myntu minnir helst á sumarlegan kokteil með ómótstæðilegri lykt.
Báðir eigendur verslunarinnar eru miklir matarmenn. Dider starfaði sem listrænn stjórnandi hjá frönsku matartímariti og er alinn upp við góðmeti úr garðinum hjá ömmu sinni og hráefni beint frá bónda. „Í starfi mínu hjá tímaritinu lærði ég enn frekar að meta sælkeravörur og kynntist mörgum smáframleiðendum svo ég þróaði matarþekkingu mína enn frekar,“ segir Dider í samtali við Morgunblaði sem fjallar nánar um verslunina hér.
Mynd: facebook / Hyalin Reykjavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni21 klukkustund síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana