Markaðurinn
Góð brauð og með því á tilboði hjá Ekrunni í maí
Við gerum morgunverðarborðið extra girnilegt!
Æðisleg frosin brauð frá Diversi á tilboði hjá okkur í maí. Súrdeigsbrauðin hjá okkur eru einstaklega girnileg og góð, þau eru til hvít, dökk, með hörfræjum og trönuberjum. Maltbrauðin standa fyrir sínu sem og litlu vínarbrauðin og hótelbrauðin.
Við eigum allt í grautinn!
Haframjöl, ávaxtamúslí, súkkulaðimúslí og granóla.
Smellpassar allt í góðan graut!
Happy vörur á góðu verði
Happy mjólkin er t.d. góð í boostið, kaffið, grautinn eða ein og sér. Haframjólk, hrísmjólk, möndlumjólk, kókosmjólk, sojamjólk með kalki og sojamjólk með súkkulaði.
Safar og álegg í morgunmatinn
Góður safi og álegg er nauðsynlegt á morgunverðarborðið. Skinkur, beikon, appelsínu og eplasafi eru á tilboðslistanum í maí.
Við leitum af sölufulltrúa í 100% starf!
Starfssvið
- Sala og uppbygging viðskiptatengsla
- Greining tækifæra á markaði
- Vörukynningar þ.m.t. kynning nýrra vara til viðskiptavina
- Þátttaka í tilboðs- og samningagerð við viðskiptavini
- Innri markaðssetning nýrra vara til samstarfsfólks
- Ýmis tilfallandi verkefni í söludeild
Menntunar og hæfniskröfur
- Sveinspróf í matreiðslu, framreiðslu eða bakaraiðn
- Reynsla af sambærilegum verkefnum
- Þjónustulund og samstarfshæfni
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Starfshlutfall er 100% og um framtíðarstarf er að ræða. Frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Ekrunnar: Jón Ingi Einarsson í síma 824-8596.
Umsjón með ráðningu hefur Hildur Erla Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðingu hefur verið tekin.
Ekran þjónar stóreldhúsum með dagleg aðföng með því að bjóða heildarlausn þar sem breytt vöruúrval, hagkvæm verð, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….