Vertu memm

Frétt

Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna

Birting:

þann

Fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna 2017

Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna.
F.v. efri röð: Úlfar Steinn Hauksson starfsmaður á hamborgaravél, Björn Metúsalem Aðalsteinsson söludeild, Sigurður Róbert Gunnarsson sumarstarfsmaður, Arnar Ingi Gunnarsson kjötiðnaðarnemi.
F.v. neðri röð: Magnús Guðlaugur Magnússon og Róbert Steinar Aðalsteinsson starfsmenn á hamborgaravél, Jón Örn Gunnarsson bílstjóri, Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður.

Vel heppnað fótboltamót var haldið nú um helgina í íþróttahúsi Víkings að Traðarlandi 1 í Reykjavík þar sem Íslenskir kjötiðnaðarmenn kepptu.

Er þetta annað árið í röð sem að keppnin er haldin, en í fyrra kepptu sex lið en þau voru kjötsmiðjan, Ali, Kjötbúðin, Stjörnugrís, Esja og kjöthöllin og sigruðu starfsmenn Kjötbúðarinnar eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Kjöthöllina.

Eftir vel heppnað mót í fyrra var ákveðið að kaupa farandbikar sem er merktur sigurverara ár hvert og eignarbikar sem fyrirtækið heldur.  Átta lið tóku þátt í ár en það voru Kjötsmiðjan, Kjöthúsið, Kjötbúðin, Ali, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Stjörnugrís og Esja.  Hver leikur var 10 mínútur og öll lið kepptu hvort við annað.

Úrslit urðu þessi:

1. sæti – Kjötsmiðjan

2. sæti – Kjötbúðin

3. sæti – Sláturfélag Suðurlands

Fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna 2017

2. sæti – Kjötbúðin

Fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna 2017

3. sæti – Sláturfélag Suðurlands

„Stefnt er á að hafa mótið enn stærra á næsta ári þar sem sameiginleg grillveisla verður haldin eftir mótið og þá geta kjötiðnaðarmenn rætt um það sem fram fór á mótinu með bjór í hönd.“

, sagði Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við veitingageirinn.is.

 

Myndir: Jón Gísli Jónsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið