Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýi veitingastaðurinn á Laugaveginum mun bera nafnið Sumac | Þráinn: „Það tók 4 mánuði að komast niður á þetta nafn..“ – Myndir frá framkvæmdum
Nýi veitingastaðurinn, sem að Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður er á meðal eigenda, mun bera nafnið Sumac Grill + drinks. Staðurinn er staðsettur við Laugaveg 28 og í sama húsi er verið að reisa glæsilegt ION-Hótel.
Sumac er súrt ber (steinávöxtur) sem er þurrkað, en berin koma af smátréi sem heitir Sumac. Sumac kryddið er mikið notað í matreiðslu og drykki í norður afríku og miðausturlöndum. Þema staðarins verður undir áhrifum frá Líbanon, Marokkó og til miðausturlanda bæði í mat og drykkjum.
„Það tók 4 mánuði að komast niður á þetta nafn, eftir að hafa farið í gegnum margar aðrar tillögur“
, sagði Þráinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nafngiftina.
Til stóð að opna staðinn seinnihluta marsmánaðar, en nú er stefnt á að opna um miðjan maí. Staðurinn mun taka um 80 manns í sæti auk þess er fallegur bakgarður hússins sem verður notaður í ýmsa viðburði.
Einvalalið starfsmanna starfar á Sumac. Í salnum mun starfa þau Jóna Björnsdóttir Jensen, Jón Bjarni Óskarsson, Hróðmar Guðmundsson Eydal og Jón Askur.
í Eldhúsinu eru það Hafsteinn ólafsson, Baldur Jóhannesson, Hrafn Olivier Posocco og Sindri Guðbrandur Sigurðsson. Þráinn Freyr Vigfússon mun starfa bæði í sal og í eldhúsinu.
Sumac hefur gert samning við nokkra nema en staðurinn getur bætt við fleiri nemum ásamt matreiðslumanni, barþjóni og aukafólki í sal og eru áhugasömum bent á að hafa samband við Þráinn Freyr.
Með fylgja myndir frá framkvæmdum sem teknar voru 7. apríl s.l.
Myndir: facebook / Sumac Grill + drinks
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði