Freisting
Mjólka flytur í Hafnarfjörð
Mjólka hefur fest kaup á matvælafyrirtækinu Vogabæ og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar við Eyrartröð 2a í Hafnarfirði. Vogabær og Mjólka munu halda áfram að framleiða undir eigin merkjum.
Í tilkynningu segir að kaupin á Vogabæ fela í sér umtalsverð samlegðaráhrif í framleiðslu og dreifingu á afurðum beggja fyrirtækja.
Vogabær framleiðir sósur og ídýfur og selur framleiðslu sína undir merkjum Vogabæjar og E. Finnsson. Fráfarandi eigendur og stjórnendur Vogabæjar munu starfa áfram hjá fyrirtækinu.
Auk þeirra augljósu samlegðaráhrifa sem felast í að sameina dreifingu, skrifstofuhald og stjórnun þessara tveggja fyrirtækja þá leysum við um leið mjög brýnan húsnæðisvanda sem hefur verið að há eðlilegum vexti Mjólku undanfarna mánuði. Mjólkurstöðin rúmast vel í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar án þess að þrengt verði um of að þeirri starfsemi sem fyrir er,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku í fréttatilkynningu.
Stefnt er að því að ljúka flutningi mjólkurstöðvar Mjólku í Hafnarfjörð á næstu vikum. Samhliða kaupunum á Vogabær er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu á Mjólku.
Fyrirtækið Mjólka ehf. var stofnað í febrúar árið 2005 af fjölskyldunni að Eyjum II í Kjós og aðilum henni tengdum. Síðar gerðist Vífilfell hluthafi í fyrirtækinu. Mjólka rekur mjólkurframleiðslu í eigin búi að Eyjum II í Kjós og einnig mjólkurstöð sem sérhæfir sig í framleiðslu á ostum og öðrum mjólkurafurðum fyrir innanlandsmarkað.
Texti frá: Mbl.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





