Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Fengu eina Michelin stjörnu fyrir mistök

Birting:

þann

Bouche à Oreille
Kaffihús í Mið-Frakklandi varð allt í einu miðpunktur athyglinnar og í stað fastagesta voru gestirnir matgæðingar og sjónvarpsfréttamenn. Ástæðan var einföld Michelin hafði fyrir mistök gefið kaffihúsinu eina stjörnu.

Fastagestum brá í brún þegar þeir mættu á kaffihúsið sitt, Bouche à Oreille, þar sem þangað streymdi múgur og margmenni í heimatilbúið lasagne og nautapottrétt (bœuf bourguignon). Réttir dagsins kosta um 10 evrur og dúkarnir eru rauðköflóttir plastdúkar.

Greint er frá málinu á mbl.is og vísað í frétt á Telegraph.

Mynd: skjáskot af google korti

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið