Freisting
Skötuveislunni í Sønderborg bjargað
Mikil skötuveisla hefur verið haldin á Þorláksmessu undanfarin ár á vegum Íslendingafélagsins í Sønderborg í Danmörku. Segja félagsmenn að með útsjónarsemi hafi alltaf tekist að ná nokkrum börðum til bæjarins og fyrir marga er þetta ein aðal staðfestingin á, að jólin séu í nánd og það alíslensk, þótt þau séu haldin á erlendri grund.
Í þetta skiptið var þó lengi vel útlit fyrir að ekkert yrði úr veislunni þar sem illa gekk að útvega veisluföngin. Það léttist þó brúnin á landanum í morgun þegar tilkynning birtist á vef félagsins um að veislan verði haldin á Þorláksmessu að venju.
Á vef Mbl.is kemur fram að veitingarnar nægja aðeins fyrir um 50 manns og er því ljóst að einhverjir verð að láta sér nægja ilminn.
Á heimasíðu félagsins er matseðill veislunnar birtur en hann er eftirfarandi:
Í boði er skata og saltfiskur ásamt rúgbrauði (vonandi íslenzku) og kartöflum. Það er ekki til hamsatólg en við munum bræða smjer með lauk.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var