Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rjúpnasmakk á jólahlaðborði í Bjarkalundi
Sölubann er á rjúpu.
Það hefur vakið nokkra athygli að á árlegu jólahlaðborði í Bjarkalundi verður boðið upp á rjúpur í bláberjavillisósu, en sölubann er á rjúpum. Að sögn Ástu Kristjánsdóttur hjá Bjarkalundi á bannið þó ekki við rjúpuna sem verður á boðstólum hjá þeim þar sem ekki verður um neina sölu að ræða.
Við fengum rjúpuna gefins, og seljum hana ekki. Við seljum inn á hlaðborðið en gefum með því smakk af rjúpu. Þetta er örlítið, einar tíu rjúpur en við eigum von á um hundrað manns á hlaðborðið, svo þetta er bara smá smakk. Þá segir Ásta að nokkur fjöldi hafi þegar skráð sig en það sé alvanalegt að fólkið í sveitinni sé lengi að taka við sér. Þetta hefur verið eins síðastliðin þrjú ár, við höfum fengið um og yfir hundrað manns. Við getum mest tekið við 130-140 manns, en þá er orðið svolítið þröngt.
Hið árlega jólahlaðborð í Bjarkalundi verður tíunda desember. Á boðstólum verða ýmsar kræsingar, fyrir utan rjúpnasmakkið, til dæmis grafinn lundi, villikryddað lambalæri, heilsteikt gæs, hreindýrabollur í gráðostasósu, jurtakryddað lambalæri og margt, margt fleira. Þá verður meðal annars boðið upp á jólafrómas að hætti Bjarkalundar í eftirrétt. Haddó og Lolli munu sjá um ljúfa músík, og þá tekur við harmonikkutónlist. Húsið opnar klukkan 19, og miðaverð er 3.950 krónur. Borðapantanir fara fram í síma 895-7762 (Ásta) og 892-3328 (Guðmundur).
Heimasíða: www.bjarkalundur.is
Greint frá á BB.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana