Uncategorized
Vínkynning á vínum frá Orlando Wyndham – Jacob´s Creek

Haldin á Hilton Nordica Hótel Fimmtudaginn 14 Febrúar. Umboðsaðili á Ísland er Mekka Wines&Spirits.
Mættur var fjöldi áhugamanna sem fagmanna að hlýða á boðskap Liam Minett vörumerkjastjóra hjá O.W. og smakka á þessum guðveigum frá nýja heiminum, þau ylmuðu vel og smökkuðust líka vel og koma þessi vín til að ylja gestum veitingahúsa um hjartarætur á næstunni, er þau fara í sölu hvert af öðru.
Kom mér það skemmtilega á óvart hvað góð verðlagning er á þessum vínum og flaug sú hugsun í gegn að sum væru bara ódýr og er það frábært. Það vín sem stóð uppúr sem það besta að mínum smekk var Johann Shiraz/Cabernet þetta er Rolls í vínum.
Síðan mun hún Dominique skrifa meira faglega um þessa kynningu sem tókst í alla staði vel.
Smellið hér til að skoða fjölmargar myndir frá vínkynningunni í dag.
O.W. er ástralski armurinn Pernod Ricard Group og þar eru að finna framleiðendur eins og Wyndham og Jacob’s Creek – og í Nýja Sjálandi Montana og Stonelaeigh. Þessi vín hafa verið mjög öflugir á öllum mörkuðum og vínin sem við smökkuðum í kvöld voru meðal annars nýjar tegundir sem mældust mjög vel fyrir:
* Three Vines línan er eins og nafnið bendir til úr þremum þrúgum – hvíta er blanda af Sauvignon Blanc, Sémillon og Viognier, í alla staði ferskt, létt, aðlaðandi og ávaxtaríkt. Rauðvínið þar er Cabernet Sauvignon, Shiraz og Tempranillo sem er frekar óvanalegt en líka aðgengileg, mjúkt, ilmríkt og þægilegt.
* Hugo Cabernet Sauvignon var höfugt og kröftugt, mikið mentól og eucalýptus, en mjúkt og ávaxtaríkt, dálítill bolti sem reis nokkuð hátt
* Johann (þar báðu sumir við borðið mitt að fá að skipta út Jóhann-nafnið fyrir eigið nafn!!) var topppurinn enda orðið í allt öðru verðflokki, shiraz eins og hún getur verið best, dæmigerð áströlsk, lífandi, ávaxtarík, þétt en silkimjúk.
Það var mjög ánægjulegt að kynnast þeirri hlíð á Jacob’s Creek og kynningin var einstaklega vel heppnuð.
Dominique
Ljósmyndir tók Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson og Dominique.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





