Sigurður Már Guðjónsson
Franskur bakari með sniðuga lausn fyrir reiðhjólafólk
Leystur hefur verið vandi þeirra sem hjóla í bakaríið eftir hinu hefðbundna franska brauði, baguette, að minnsta kosti á Landernausvæðinu á Jarðarenda, Finistère, á Bretaníuskaga í Frakklandi.
Þeir sem kaupa brauðsprotann annálaða hjá bakaranum Nicolas Le Darz þurfa ekki lengur að brjóta brauðið langa í tvennt til halda á því, spenna á bögglabera reið- eða mótorhjóls, eða renna því niður í bakpoka.
Le Darz hefur nefnilega tekið ómakið af mönnum með því að beygja deigið fyrir baksturinn. Með því móti er beygða bagettan mun þægilegri í meðförum fyrir hjólamenn og því auðfluttari, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Marre de devoir couper votre baguette en 2 pour la ranger dans votre sac????? Venez découvrir notre „Baguette du Motard“!!! Pas besoin de la couper. …elle est déjà plié en 2 dès la cuisson!!! ?
Posted by Boulangerie LE DARZ on 18. nóvember 2016

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards