Sigurður Már Guðjónsson
Franskur bakari með sniðuga lausn fyrir reiðhjólafólk
Leystur hefur verið vandi þeirra sem hjóla í bakaríið eftir hinu hefðbundna franska brauði, baguette, að minnsta kosti á Landernausvæðinu á Jarðarenda, Finistère, á Bretaníuskaga í Frakklandi.
Þeir sem kaupa brauðsprotann annálaða hjá bakaranum Nicolas Le Darz þurfa ekki lengur að brjóta brauðið langa í tvennt til halda á því, spenna á bögglabera reið- eða mótorhjóls, eða renna því niður í bakpoka.
Le Darz hefur nefnilega tekið ómakið af mönnum með því að beygja deigið fyrir baksturinn. Með því móti er beygða bagettan mun þægilegri í meðförum fyrir hjólamenn og því auðfluttari, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Marre de devoir couper votre baguette en 2 pour la ranger dans votre sac????? Venez découvrir notre „Baguette du Motard“!!! Pas besoin de la couper. …elle est déjà plié en 2 dès la cuisson!!! ?
Posted by Boulangerie LE DARZ on 18. nóvember 2016
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni17 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro