Uncategorized @is
Elsta íbúðarhús Hafnar, byggingarár 1897 er til sölu – Kaupamannshúsið / Kaupfélagshúsið
Elsta íbúðarhús Hafnar, byggingarár 1897 er til sölu.
Húsið er einstaklega reisulegt og fallegt og stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn.
Húsið hefur allt verið gert upp að utan sem innan og hefur veitingaleyfi á 2 hæðum ásamt leyfi fyrir gistingu í íbúð á efstu hæð.
Húsið er 292.8 m2 á 3 hæðum sem skiptast í eftirfarandi; 4 herbergja íbúð á efstu hæð, sérinngangur er á efri hæð en hægt að opna á milli (samtals 102.3 m2); veitingasal fyrir 25 á miðhæð ásamt eldhúsi, afgreiðslu og snyrtingu (samtals 98.5m2), veitingasal fyrir 25 í kjallara ásamt ásamt afgreiðslu, snyrtingu og þvottahúsi (samtals 92,0 m2).
Sérinngangur er í kjallara en innangengt á milli miðhæðar og kjallara. Um er að ræða einstakt atvinnutækifæri sem gæti t.d. hentað samhentum hjónum sem gætu búið í íbúðinni og starfað á veitingahúsinu.
Nánari upplýsingar gefur Jaspis fasteignasala, www.jaspis.is netfang [email protected] og í síma 478 2000.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






