Vertu memm

Freisting

Kokkur Bin Ladens dæmdur – Illa farið með góðan kokk?

Birting:

þann

Herdómstóll í bandarísku herstöðinni við Guantánamoflóa, dæmdi í gærkvöldi Ibrahim al-Qosi, sem eitt sinn eldaði fyrir hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden, í 14 ára fangelsi.

Qosi, sem er 51 árs Súdani, er fyrsti fanginn, sem dæmdur er í Guantánamo frá því Barack Obama tók við embætti Bandaríkjaforseta og hét því að loka fangabúðunum þar. 

Kviðdómur var fljótur að komast að niðurstöðu. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þarf að staðfesta dóminn áður en hann tekur gildi.

Qosi játaði í júlí að hafa veitt aðstoð við hryðjuverkastarfsemi. Voru bæði sækjendur og verjendur sammála um að viðurlögin væru 12-15 ára fangelsi. 

Qosi gerði einnig samkomulag við saksóknara um hve mikinn hluta af dómnum hann þarf að afplána. Ekki hefur verið upplýst hvað í því samkomulagi fólst.

Greint frá á Mbl.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið