Vertu memm

Freisting

Breskir dagar á Grand Hótel

Birting:

þann

Þeir Grand menn hafa verið iðnir við að fá erlenda gestamatreiðslumenn til landsins til að kynna landanum eldamennsku viðkomandi landa og nú var komið að Bretlandi.

Sá matreiðslumaður sem var fulltrúi þeirra heitir Simon Rogers og rekur veitingastað The Boars Nest, sem er í hafnarborginni Hull í Yorkshire en staðinn opnaði hann árið 2004, en þess má geta að Simon er ættaður af þessu svæði.

Það var virkilega gaman að hitta kallinn, ljúfur og afslappaður og ekki skemmdi fyrir að hann hafði verið á Savoy Grillinu stuttu eftir að kallinn hætti þar.

En snúum okkur að matnum en crew 1 frá Freisting.is var mætt á svæðið til að taka út veigarnar og kemur hér útkoman:


1. réttur
Smooth Chicken liver pate tart, quail egg & crispy bacon salad, micro herbs

Maður fann strax að þetta var eldað á breskan máta, minna af rjóma, enginn sætleiki og frekar rammara bragð af pateinu en virkilega gott á bragðið

 


2. réttur
Goat cheese mousse, pickled beetroot & baby onions, apple and walnuts mayonnaise

Hér kom eitt sterkasta einkenni breska eldhúsins inn með ofurkrafti en það er edik og helst til of mikið þannig að mildu brögðin í frauðinnu og eplamayonnaiseinu liðu fyrir, að öðru leiti alveg prýðilegur réttur, en svona er bresk eldamennska

 


3. réttur
Lamb loin fillet, potatoes gratin, fine beans & bacon, port meat juices

Glæsileg samsetning á brögðum og hrein unun að borða

 


4. réttur
Breast of duck, bubble & squeak “in pastry“ young spinach and shallot salad

Breskara verður það varla, önd, kartöflumauk, rótargrænmeti og smjördeig, frábær framsetning og brögðin góð og skemmtileg nýr máti á spínatinu sem alveg smellpassaði með

 


5. réttur
Pistachio cream caramel, crystallized berries

Virkaði frekar tómlegur á mann við fyrstu sýn en vann sig inn með hverjum munnbita og endaði sem prýðisréttur

Í heild sinni var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund góður matur og góð þjónusta og fannst mér það svolítið skemmtilegt hvað Simon var trúr breska eldhúsinu.

Við á Freisting.is þökkum fyrir okkur og hlökkum til að fylgjast með hvað Grand menn draga næst upp úr hattinum til að kynna okkur íslendingum.

Myndirnar með eru skotnar af Matta Rambó sem var í stuði .

Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið