Bocuse d´Or
Þráinn er á réttri leið
Freisting.is fékk boð um að koma á Hótel Sögu, Grillið, tilefnið var að Akademian og Þráinn Freyr Vigfússon, næsti Bocuse d´Or keppandi fyrir Íslands hönd, voru að kynna sig og fiskrétt Þráins í leiðinni.
Margt var um manninn, helstu birgjar sem veita verkefninu stuðning auk blaðamanna.
Friðrik Sigurðsson stiklaði á stóru um sögu keppninnar og umfang en eins og þeir sem til þekkja þá er verkefnið og sýningin í kringum keppnina risavaxinn (SHIRA).
Þráinn Freyr hefur sér til aðstoðar tvo nema í matreiðslu þá Atla Þór Erlendsson og Tómas Inga Jórunnarson en auk þess einn matreiðslumann, Bjarna Siguróla Jakobsson. Tveir þeirra fara út í keppnina með Þránni. Auk þeirra fer auðvitað Hákon Már Örvarsson, þjálfari og Sturla Birgisson sem er dómari.
Undankeppnin er í Sviss 6. til 8. júní næstkomandi. Aðalhráefnið er kálfakjöt og lúða.
Þema Þráins er hraun og eldgos sem einkennir fiskréttinn og íslenskt birki fyrir kjötréttinn.
Þangað til undankeppnin byrjar hvílir mikil leynd yfir réttum og útliti rétta og var það skýrt tekið fram að myndir af réttinum mættu ekki fara á vefinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






