Frétt
Kaka ársins valin
Kaka ársins 2010 hefur verið valin. Hilmir Hjálmarsson hjá Sveinsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hefst um næstu helgi, konudagshelgina.
Í dag föstudaginn 19. febrúar mun Hilmir afhenda Ingibjörgu Ragnarsdóttur, liðsstjóra karlalandsliðsins í handbolta, köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til góðs gengis landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í Austurríki á dögunum segir í tilkynningu um málið.
Keppnin um köku ársins fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Nóa-Síríus.
Alls bárust 10 kökur í keppnina í ár. Sigurkakan er samsett úr dökkum súkkulaðibotni, hvítum botni, núggatmús og hjúpuð með dökkum Konsum orange súkkulaðihjúp. Höfundur hennar er Hilmir Hjálmarsson hjá Sveinsbakaríi.
Dómarar í keppninni voru Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, Jóhanna Gunnarsdóttir, matvælafræðingur hjá Nóa-Síríusi og Ásthildur Guðmundsdóttir kennari við bakaradeild Hótel og matvælaskólans.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land um helgina og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Greint frá á Dv.is

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata