Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Maður Lifandi 5 ára

Birting:

þann

Steinn Óskar Sigurðsson og Elvar Már Torfason matreiðslumenn

Steinn Óskar Sigurðsson og Elvar Már Torfason matreiðslumenn

Á mánudaginn var er ég kom að norðan voru skilaboð frá ritstjóranum að crew 1 ætti að mæta í hádeginu á Miðvikudaginn hjá Manni Lifandi í Hlíðasmára og taka út matinn hjá þeim í tilefni af áðurnefnds afmælis.

Og að sjálfsögðu mættu við báðir og tókum cheffann tali en hann heitir Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður, hann segir að þegar hann kom að staðnum í upphafi hafi þetta verið rekið sem græn staður það er að segja eingöngu grænmeti en hann hafi fljótlega farið þá leið að vera með heilsusamlegt eldhús og bætt við kjúklingakjöti og fiski á matseðil staðarins og hefur það gefist vel og stækkað hóp fastagesta.

Spurði ég út í rétt sem ég hafði séð á matseðli hjá þeim, en það var plokkfisklasagna og sagði Steinn Óskar að sá réttu væri komin til að vera, það vinsæll væri hann.

Maður lifandi byrjaði í Borgartúni en er nú á þremur stöðum, það er Borgartúni, Hlíðarsmári og Hafnarborg í Hafnafirði, miðlægt eldhús er í Hlíðarsmára þar sem öll eldamennska fer fram.

Maturinn sem er á boðstólnum á hverjum degi skiptist í Súpu með gerlausu brauði, salatbar sem skiptis þannig að önnur hliðin er eingöngu hrámeti fyrir þá sem eru á hráfæði, en á hinni hliðinni eru unnir réttir og prótein, síðan er réttur dagsins, að auki er úrval í kæliskáp bæði vefjur, bökur, samlokur og hummus svo eitthvað sé nefnt.

Við smökkuðum á súpu dagsins sem var Spergikálsmauksúpa

Blöndu úr salatbarnum

Og rétt dagsins Glóandi kjúklingalæri bökuð í frumskógarkarrý, toppuð með gljáðum kasjúhnetum, jasmingrjónum og ananas-agúrku salati

Og ekki varð maður fyrir vonbrigðum frekar en endranær hjá Steini Óskari sem hefur safnað um sig góðu teymi sem er að gera frábæra hluti og er mér enn í fersku minni er KM var með félagsfund þar og maður heyrði hörðustu steikarmenn segja með sér “já þetta er bara fjandi gott”.

Mynd; Matthías Þórarinsson

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið