Keppni
Undirbjó sig dag og nótt og vann 2 gull og 1 brons
Úrslit voru kynnt í dag úr ýmsum keppnum sem fram fóru á hátíðinni The International Kremlin Culinary Cup sem nú er í gangi í Moskvu í Rússlandi. Þar sýna matreiðslumenn og bakarar frá öllum heimshornum listir sínar og keppa í sinni grein.
Þetta er stærsta matreiðslukeppni í Rússlandi. Einn þátttakandi er frá íslandi, en það er hún María Shramko sem á ættir sínar að rekja til Rússlands. María vinnur hjá Myllunni í Reykavík og hefur unnið þar sem Patisserie í mörg ár við góðan orðstír.
María Shramko gerði sé lítið fyrir og vann tvö gullverðlaun og ein bronsverðlaun, en einsog áður sagði þá voru úrslitin kynnt í dag. Gissur Gudmundsson, matreiðslumeistari og forseti alheimssamtaka Klúbbs Matreislumeistara (WACS) sem staddur er í Rússlandi sagði í samtali við fréttamann að það væri sönn ánægja að sjá Ísland sem þátttakanda í stærstu matreiðslukeppni Rússlands.
Þessi unga dama lærði fræðin sín hér í Rússlandi og verð ég að segja að hún er ótrúlegur listamaður. Verk hennar tala sínu máli, en ég vil benda á að það tók hana 3 daga og svefnlausar nætur að verða klár fyrir keppnisdaginn.
Fyrir hönd allra matreiðsumanna langar mig til að óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur, sagði Gissur Guðmundsson að lokum.
Ljósmynd tók Gissur Guðmundsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars