Keppni
Undirbjó sig dag og nótt og vann 2 gull og 1 brons
Úrslit voru kynnt í dag úr ýmsum keppnum sem fram fóru á hátíðinni The International Kremlin Culinary Cup sem nú er í gangi í Moskvu í Rússlandi. Þar sýna matreiðslumenn og bakarar frá öllum heimshornum listir sínar og keppa í sinni grein.
Þetta er stærsta matreiðslukeppni í Rússlandi. Einn þátttakandi er frá íslandi, en það er hún María Shramko sem á ættir sínar að rekja til Rússlands. María vinnur hjá Myllunni í Reykavík og hefur unnið þar sem Patisserie í mörg ár við góðan orðstír.
María Shramko gerði sé lítið fyrir og vann tvö gullverðlaun og ein bronsverðlaun, en einsog áður sagði þá voru úrslitin kynnt í dag. Gissur Gudmundsson, matreiðslumeistari og forseti alheimssamtaka Klúbbs Matreislumeistara (WACS) sem staddur er í Rússlandi sagði í samtali við fréttamann að það væri sönn ánægja að sjá Ísland sem þátttakanda í stærstu matreiðslukeppni Rússlands.
Þessi unga dama lærði fræðin sín hér í Rússlandi og verð ég að segja að hún er ótrúlegur listamaður. Verk hennar tala sínu máli, en ég vil benda á að það tók hana 3 daga og svefnlausar nætur að verða klár fyrir keppnisdaginn.
Fyrir hönd allra matreiðsumanna langar mig til að óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur, sagði Gissur Guðmundsson að lokum.
Ljósmynd tók Gissur Guðmundsson
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






