Freisting
Fiskbúðin Vegamót
Þarna hefur verið verslunarrekstur svo langt sem ég man fyrst nýlenduvöruverslun en seinni árin fiskbúð og sú sem um er rætt hefur verið starfandi síðan í mars síðastliðnum og er rekin af matreiðslumanninum Birgir Rafn Ásgeirssyni.
Strax þegar inn er komið heillast maður af borðinu en þar er samspil spegla, klaka (ekki mattur ís) og fallega uppsetning á hráefninu.
Hann er með á boðstólunum 3 tegundir af sósum sem hann selur sér í boxum, einnig með bæði sjávarréttarsúpu og Humarsúpu í kg dósum, en Birgir notar ekki hvítt hveiti og hvítan sykur í það sem hann lagar þannig að súpurnar eru þykktar með grænmeti.
Okkur í *SS sveit Freisting.is var boðið að smakka á sjávarréttarsúpunni, bakaðari lúðu í sítrónulegi og þorsk í terryjaki að hætti Birgirs og smakkaðist allt alveg prýðilega og sýnir hvað matreiðslumenn geta fært fiskbúðir upp á æðra plan sökum fagþekkingar.
Birgir Rafn Ásgeirsson
Ekki má gleyma kartöflusalati staðarins sem er nýjar kartöflur með hýði, vorlaukur, coriander, capers og eitthvað leynikrydd sem ekki var hægt að toga út úr honum, en ef hann er ekki með það í borðinu eru kerlingarnar í hverfinu strax farnar að nöldra.
Við hjá Freisting.is ósku Birgi alls hins besta í framtíðinni.
* Texti: Sverrir | Myndir: Smári
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla