Neminn
Hvetjið nemendur að taka þátt í Nemendasíðunni
Hér á freisting.is er Nemendasíða sem hugsuð er fyrir nemendur í veitingageiranum, hvort sem það eru matreiðslu-, framreiðslu-, bakaranemendur og nemendur í kjötiðn.
Hugmyndin með Nemendasíðuna er að hún sé vettvangur fyrir alla nemendur og þá bæði í skólanum og eins á vinnumarkaðnum
Það er almennur miskilningur hjá mörgum sem halda að Nemendasíðan sé hugsuð eingöngu fyrir Hótel og matvælaskólann, en það skal tekið fram að hún er ætluð öllum eða eins og áður sagði þá bæði í skólanum og eins á vinnumarkaðnum og að hún sé lifandi allann ársins hring.
Það er ýmislegt sem hægt er að skrifa um, t.a.m.:
Keppnir:
– Matreiðslunemi ársins
– Norræna nemakeppnin
Sveinspróf
Ball
Fótboltamót
Uppákomur á veitingastöðum
Vista gömul próf á Nemendasíðunni
Viðburðadagatal
Spjallsíða
Myndasöfn
ofl. ofl.
Við hvetjum alla faglærða að ýta aðeins við nemendum sínum og athuga hvort það sé áhugi hjá þeim að halda úti skemmtilegri og lifandi vefsíðu fyrir nemendur. Athugið að því fleiri sem koma að síðunni, því skemmtilegra verður það.
Stjórnendur freisting.is bjóðast til að aðstoða nemendur við innsetningu á efni ofl.
Allar nánari upplýsingar og fyrirspurnir er hægt að senda inn á netfangið [email protected] eða í gegnum einfalt form hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó