Keppni
Jakob sigraði kokteilkeppni með drykknum Hús nr. 7
Á fimmtudaginn 29. ágúst s.l. fór fram kokteilkeppni á Kjarvalsstöðum sem Meet in Reykjavík og Ísland – allt árið stóðu fyrir. Uppleggið var að blanda drykk sem ætti að heita Inspired by Iceland og falla best að slagorðinu Inspired by Iceland.
Það þýddi m.a. að drykkurinn skildi vera bestur í bragði, góður og frískandi, en einnig ætti hann að vekja upp íslenska upplifun við smökkun.
Þátttakendur voru:
Guðmundur Sigtryggsson Hilton Reykjavik Nordica
Jakob Már Harðarson frá Radisson Blu Saga Hótel
Víkingur Kristjánsson frá Icelandair Hótel Reykjavik Marina
Vala Stefánsdóttir frá Icelandair Hótel Reykjavik Marina
Thomas Blazevicius frá Grand Hótel Reykjavík
Harpa Magnúsdóttir frá Sky Bar, Center Hótels
Jón Ingi Hrafnsson frá Mar
Í dómnefnd voru kallaðir til leiks fulltrúar frá aðildarfélögum Meet in Reykjavik og Ísland – allt árið, Íslandsstofu og fleiri. Tilgangurinn með keppninni var að velja kokteil með íslenskum áhrifum til að bjóða upp á á fagsýningum og kynningum erlendis sem og hérlendis fyrir erlenda kaupendur og viðskiptavini.
Hlutskarpastur í keppninni var Jakob Már Harðarson veitingastjóri á Radisson Blu Saga Hótel en hann var með drykk sem innihélt rabarbara úr eigin garði og villtri myntu úr bæjarlæknum.
Að hans sögn þarf ekki að leita langt yfir skammt til þess að nálgast gott hráefni en rabarbari vex í öðrum hverjum garði á Íslandi. Þetta er harðgerð jurt sem kemur upp á hverju vori og ekkert þarf að hafa fyrir. Því nefnir hann drykkinn stundum „Hús nr. 7“, en það vísar í uppruna hráefnisins við tilnefnt hús í bæjarfélagi á íslandi.

Starfsmenn Radisson Blu Saga hotel þau, (f.v.) Valgerður Ómarsdóttir Sölu og markaðsstjóri, Jakob Már Harðarsons Veitingastjóri og Soffía Pálsdóttir Sölustjóri
Meet in Reykjavik var stofnað í janúar 2012 og er ætlað að laða hinu verðmætu fundar-, ráðstefnu- og hvataferða gesti til landsins með öflugri markaðssetningu. Meet in Reykjavik ásamt aðildarfélögum er að fara á stóra alþjóðlega fagsýningu, IMEX America sem er haldin í Las Vegas og verður kokteillinn borinn þar fram í sérstökum ísglösum á samnorrænum viðburði á scandinavíska básnum nr 2819. Inspired by Iceland Kokteillinn verður einnig borinn fram í ísglösum á EIBTM sýningunni í Barcelona í nóvember á íslenska básnum en hann er nr F24.
Ísland – allt árið er að fara að kynna vetrardagsskrána í september og þar verður að sjálfsögðu boðið upp á Inspired by Iceland Kokteilinn.
Ástæðan fyrir því að ég tók þetta að mér að keppa var vegna þess að leitað var Radisson Blu Hótel Sögu með innlegg í keppnina. Ég var búinn að vera að leika mér með þennan rabarbaradrykk fyrr í sumar og barþjónar mínir prufuðu drykkinn á gesti hótelsins við góðar undirtektir. Ákvað því sjálfur að fara með kokteilinn í keppnina. Fann strax fyrir að fólk var áhugasamt yfir rabarabaranum og íslensku myntunni. Samsetningin var fólkinu einnig að skapi og að lokum valdi það drykkinn þann besta í keppninni,
… sagði Jakob í samtali við veitingageirinn.is. Jakob er bæði framreiðslu og matreiðslumaður að mennt en hann byrjaði að læra framreiðslu á Grillinu á Hótel Sögu árið 1985 og lærði síðan matreiðslu einnig á Grillinu tíu árum síðar og hefur starfað alla tíð í veitingabransanum. Jakob er aftur kominn á skólabekk og er að taka meistararéttindi í matreiðslu.
Uppskriftin að drykknum góða er hægt að lesa með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles














