Vertu memm

Freisting

Íslenskur veitingastaður tilnefndur til heiðursverðlauna í Norræni matargerðarlist 2008

Birting:

þann

 
Gunnar Karl Gíslason Yfirmatreiðslumaður Vox

Norræna ráðherranefndin hefur með góðum árangri lagt sitt af mörkum til að kynna nýja norræna matargerðarlist, á Norðurlöndum sem annars staðar í heiminum. Þema ársins í nýrri norrænni matargerðarlist er samkeppnishæf, norræn framleiðsluþróun í matargerðarlist, heilbrigði og lífsgæði.

Sjö aðilar, sem allir uppfylla þau skilyrði sem sett eru í áætluninni, eru tilnefndir.

Þeir sem tilnefndir eru eiga að:

  • koma með framlag til uppbyggingar á strandsvæðum og landsvæðum með norrænan virðisauka í matvælaframleiðslu að markmiði
  • vinna að því að íbúar fái hollan mat sem stuðlar að auknum lífsgæðum, í samræmi við bestu vitneskju um heilbrigt mataræði
  • auka norræna samkeppnishæfni með því að framleiða matvæli og styrkja fjölbreytni í framboði á norrænu hráefni og matvælum

Eftirtaldir eru tilnefndir til heiðursverðlauna í norrænni matargerðarlist 2008

  • Danmörk: Læsø Saltsyderi
  • Finnland: Kasvis Galleria från Kuopio
  • Grænland: Veitingastaðurinn Nipisa í Nuuk
  • Ísland: Veitingastaðurinn Vox, Reykjavík
  • Noregur: Hanne Frosta, eigandi „På Høyden“ veitingastaðar í Bergen
  • Svíþjóð: Eldrimner
  • Álandseyjar: Överängs Hembageri & Kvarn

 

Frá þessu er greint frá á vef Norðurlandaráðs

[email protected]

 

Auglýsingapláss

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið