Vertu memm

Freisting

Ferðin matarkistan Breiðafjörður

Birting:

þann

 

Samstarf félagsins Matur-Saga-Menning og bænda í Dalabyggð og Reykhólahreppi.

Já þegar við komum að Nýp, eftir hádegisverðinn á Stað í Reykhólasveit hófum við strax undirbúning, því ekki var langur tími til stefnu.

Við byrjuðum fyrst á að laga Skonsuclub horn, (en áður en við lögðum af stað hafði Venni bakað nokkrar skonsur 12 tommu ), og smurðum við þær með smjöri, blaðsalati úr garði frúarinnar og reyktum laxi svo kom önnur skonsa og á hana var lagt tómat og agúrkusneiðar og svo þriðja skonsan ofan á coctailpinnum stungið í og skorið í báta og raðað á bakka og sent að Þurranesi en þar átti þetta að vera snakk þegar hópurinn kæmi úr göngunni og skolað niður með mysudrykk.

Næst var það kvöldverðurinn og átti að tjalda öllu sem sveitin hafði upp á að bjóða og var eftirfarandi matseðill í boði:

Snakk
Fjallagrasakex heimabakað,djúpsteikt saltfiskroð og Harðskafi á flatköku

Drykkur lagaður úr Rabbabara, hrásykri, mysu og eplasafa

Auglýsingapláss

Aðalréttur
Hvannarrótarlamb og grilluð lambalæri vafin hvönn, skorið fyrir, borið fram með nýjum kartöflum velt upp úr dilli og smjöri, rótargrænmeti bakað í eigin safa, heitri krækiberjalambasósu og kaldri Bláberjasósu

Desert
Bláberjaskyrkaka með ferskum bláberjum og þeyttum rjóma

Nánast allt hráefni af bæjunum í kring grænmeti, kryddjurtir og ber frá Nýp, frá Höllu Steinólfsdóttur á Ytri Fagradal kom lambakjötið góða, en hún beitir lömbum á hvönn út í eyjunum og rest kom frá Þurranesi.

Var fólk mjög ánægt með matinn og vorum við félagarnir klappaðir upp svo mikil var ánægjan.

Eftir matinn tók kórinn Vorsól lagið og söng nokkur lög fyrir hópinn við góðar undirtektir og í lokinn tók hinn þekkti danski söngvari Ole Heedegard lagið og setti punktinn yfir I-ið á kvöldinu.  Fóru allir sælir og mettir að Þurranesi til næturgistingar.

Sunnudagur

Auglýsingapláss

Morgunmatur í Þurranesi eins og fyrri morgun, að honum loknum fór hópurinn í skoðunarferð þar í nágrenninu undir leiðsögn Fagradalsbænda og skyldu koma að Nýp til hádegisverðar um eitt leitið.

Matseðill var:
Breiðfirsk skeldýrasúpa ( kræklingur, hörpuskel, rækjur, þorskur, flundra og flugfiskur )  með grænmeti að hætti Júlíu ( julienne ) og heimabakað brauð að hætti ábúenda að Nýp,

Ostbakki með úrval osta úr Búðardal og heimagerðar bláberjasultu,krækiberjahlaupi og rifs og hindberjasulta.

Og var engin breyting á, gestirnir yfir sig ánægðir með allt viðurgjörningi,  viðmóti, og hlýju frá fólkinu í Skarðssveit og Stað í Reykhólasveit.

Kræklingurinn kom frá Bergsveini á Gróustöðum og þess skal getið að þeir tveir síðartöldu eru nýbúar í Breiðafirðinum.

Þá var tími kominn á að brenna í bæinn og ákváðum við að stoppa á leiðinni í Hyrnunni í Borgarnesi og pöntuðum við báðir djúpsteiktan fisk og franskar og fannast mér hann ansi góður en þá sagði Venni að fiskurinn hefði verið betri í Búðardal á fimmtudaginn var, svo var brunað í bæinn og þessari lærdómsríku og skemmtilegu helgi lokið.

Auglýsingapláss

Fleira tengt efni:

02.09.2008
Ferðin matarkistan BreiðafjörðurFyrri hluti

 

/Sverrir

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið