KM
Samstarf Hafmeyjunnar og KM
Nýlega var undirritaður styrktar og samstarfssamningur milli fyrirtækisins Hafmeyjunnar og Klúbbs matreiðslumeistara. Samstarfið hefur reyndar staðið yfir í nokkur ár þar sem kraftar og sósugrunnar undir vörumerkjum Tasty hafa í nokkur ár borið merki landsliðsins í matreiðslu. Hefur það án efa hjálpað til við sölu á vörunni sem er framúrskarandi í sínum flokki. Samningurinn er til nokkura ára og á eflaust eftir að gagnast báðum vel.

Guðmundur Heimisson, Geir Sveinsson & Ingvar Sigurðsson
Hafmeyjan er lítil heildverslun með gott úrval af vörum í háum gæðaflokki og er stjórn KM mjög ánægð með þennan samning sem lýsir mikilli framsýni hjá vaxandi fyrirtæki. Það eru ekki bara stórfyrirtæki sem sjá tækifæri í samstarfi við klúbbinn.
Klúbbur matreiðslumeistara hvetur félagsmenn sína til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem klúbburinn er í samstarfi við. Vöruúrval Hafmeyjunnar má meðal annars sjá á heimasíðu fyrirtækisins. www.hafmeyjan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





