Vertu memm

Neminn

Kokkakeppni grunnskólanna

Birting:

þann


Sigurvegararnir, Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir og Björg Jósepsdóttir með heilbrigðiráðherra og kennara sínum

Kokkakeppni grunnskólanna var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Voru 16 lið skráð til keppninnar og voru keppendur bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Var um fjölda rétta að ræða úr margskonar hráefni, bæði fiski og kjöti.

 
Dómararnir Ragnar Wessman og Ingvar Sigurðsson að störfum

Þau Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir og Björg Jósepsdóttir, nemendur Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, sigruðu að þessu sinni með réttinum Á brokki sem samnstóð af hrossalund og humarhölum. Þau munu ásamt kennara sínum, Helgu Gunnarsdóttur, fara í sælkeraferð til London í lok maí en styrktaraðilar keppninar leggja ferðina til sem fyrsta vinning.

Í öðru sæti urðu Arna Ýr Guðnadóttir, Heiðdís Ósk Pétursdóttir og Þórunn Sif Ingimundardóttir úr Hamraskóla með réttinn Lostæti hreppstjórans sem var innbökuð nautalund með parmaskinku.

Í þriðja sæti voru nemendur Engjaskóla, þau Karl Ágúst Hreggviðsson, Theodór Páll Theódórsson, Valur Hreggviðsson og Ásgerður Júlía Ágústsdóttir með grillaðan hlýra með tómatsultu og hvítlaukskremi.

Heilbrigðiráðherra Guðlaugur Þór Þórðarsson afhenti verðlaunin og sagði meðal annars við það tilefni að réttirnir hefðu ekki einungis verið glæsilegir heldur líka hollir.

www.kokkakeppni.is

Auglýsingapláss

Myndir: Mk.is | Texti Mk.is

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið