Freisting
Þúsund manns í Hilton-veislu
Hilton merkið sett upp á Hilton Reykjavik Nordica
Meira en eitt þúsund manns hefur verið boðið í glæsilega opnunarveislu Hilton Reykjavík Nordica-hótelsins í dag. Saga Film ætlar að skapa ævintýralegan blæ í veislunni þar sem eldfjöll, jöklar og hverir verða áberandi.
Kokkar frá veitingastaðnum Vox munu jafnframt sjá um að elda dýrindismat ofan í gestina, en greint er frá þessu í Fréttablaðinu í gær. Þetta verður skemmtilegt partí þar sem við ætlum að leyfa gestunum að upplifa þetta alþjóðlega umhverfi sem við vinnum í,“ segir Ingólfur Haraldsson hótelstjóri. Þetta verður þannig séð ekkert of formlegt heldur meira bara gaman. Við erum að sýna okkur og leyfa fólkinu að sýna sig.“
Yoko Ono var einn af fyrstu gestunum á nýja Hilton-hótelinu er hún var stödd hérlendis á dögunum. Það var einmitt á Amsterdam Hilton sem hún og John Lennon héldu fyrstu rúmmótmælin gegn stríðinu í Víetnam. Hún er einn af okkar fastagestum,“ segir Ingólfur sem leyfði Ono vitaskuld að gista í einni af svítunum.
Fyrsta Hilton-hótelið opnaði í Texas árið 1919. Stofnandi hótelkeðjunnar, Conrad Hilton, var langafi Parísar Hilton og afi hennar, Barron Hilton er enn í stjórn Hilton-keðjunnar. Alls eru Hilton-hótelin um heim allan orðin tæplega fimm hundruð talsins og hefur Ísland nú bæst í hópinn. Við höfum verið að vinna í því undanfarna mánuði eða ár að koma þeim til Íslands. Þetta er viðurkenning á því sem við erum að gera og sýnir að við erum á þessum alþjóðlega staðli,“ segir Ingólfur.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var