Freisting
10 þúsund á matvælasýninguna
Um það bil tíu 10 þúsund manns komu á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri um helgina.
Það voru framleiðendur á Norðurlandi sem sýndu afurðir á sýningunni og samhliða fór fram úrslitakeppni um titilinn matreiðslumaður ársins. Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, sigraði og hlaut titilinn eftirsótta. Þeir sem kepptu við Þráin Frey voru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Í sambærilegri keppni „leikmanna“ í gær sigraði Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV á Akureyri. „Það kom gestum á óvart hve margir eru að starfa í þessum matvælageira,“ sagði Júlíus Júlíusson talsmaður sýningarstjórnar við Morgunblaðið, alsæll. „Við fundum fyrir gríðarlegri ánægju sýnenda. Það eru allir í skýjunum.“
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var