Freisting
Humarvertíð að ljúka
Á föstudaginn s.l. voru síðustu landanir humarbáta á þessu ári hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði en vertíðin hófst í byrjun apríl. Allt að 100 manns komu að vinnslunni í landi þegar mest var í sumar.
Afli humarbáta var mjög góður og humarinn hefur verið óvenju stór, sérstaklega á vestursvæði, að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins.
Stærð humars hefur veruleg áhrif á afkomu humarvinnslu. Kemur þar bæði til að humarinn vinnst mun hraðar og auk þess er allt að fjórfaldur verðmunur á smæsta og stærsta humrinum. Humarinn er seldur heill á Spánar-, Ítalíu og Japansmarkað en halarnir eru seldir á Kanada og innanlands. Heildarhumarafli ársins hjá Skinney-Þinganesi er um 160 tonn miðað við hala, eða yfir 500 tonn í heilum humri.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Bóndadagurinn nálgast