Vertu memm

Uncategorized

Námskeið Vínskólans vinsæl

Birting:

þann

Vínskólinn hefur hafið starfsemi sína að nýju og í haust verður úr ýmsum spennandi námskeiðum að velja. Dominique Plédel, eigandi Vínskólans, segir vinsælustu námskeiðin vera þau þar sem vín og matur fer saman. „Það sem virðist vera vinsælast núna er Vín og ostar, það er mikið beðið um það,“ sagði hún. „Svo er líka mikil tilhlökkun eftir Villibráð og víni,“ benti Dominique á, en það námskeið verður haldið 18. október næstkomandi. „Það námskeið er gríðarlega vinsælt því þetta kitlar bragðlaukana svo skemmtilega,“ útskýrði hún.

Vínskólinn býður þó upp á mörg önnur námskeið í haust. Þeirra á meðal er grunnnámskeið í vínsmökkun, námskeið um Toscana og Chianti, Bordeaux, tapas og spænsk vín, bjór og koníak.

Dominique mun einnig ferðast vítt og breitt um landið og standa fyrir sérnámskeiðum. „Það er til dæmis vínklúbbur á Sauðárkróki, sem ég heimsæki. Þar gerum við sérstaklega mikið úr því að para saman mat og vín, í samvinnu við veitingastað þar. Ég verð með vínfræðslu og svo verður matur á eftir, með vínum frá því svæði sem við höfum talað um,“ útskýrði Dominique.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Vínskólans, eða á netfanginu [email protected].

Greint frá á Visir.is

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið