Freisting
Lofar rjúpum í jólamatinn
Umhverfisráðherra mun tilkynna um stærð rjúpnaveiðikvótans síðar í þessar viku, samkvæmt upplýsingum frá Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, fullyrðir að heimilt verði að veiða rjúpu fyrir þessi jól.
Því lítur út fyrir a að matgæðingar geti gætt sér á gómsætri villibráð á aðfangadagskvöld.
Á fréttavef Visir.is er sagt að Umhverfisráðherra mun taka ákvörðun um veiðikvótann í samráði við fjölda aðila. Þar á meðal er Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og hagsmunaaðilar eins og Skotveiðifélagið. Sigmar Hauksson segir að ákvarðanir séu meðal annars teknar á grundvelli rannsókna á stærð rjúpnastofnsins auk annarra gagna. Hann segir að ráðherra sé búin að fá nauðsynlegar upplýsingar í hendurnar og sé í raun ekkert að vanbúnaði að tilkynna um ákvörðun sína.
Sigmar segir að rjúpnastofnin sé í lægð þessi misserin og verði það allt fram til ársins 2010. Ýmislegt hafi verið gert til að draga úr sókn í stofninn. Tveggja ára veiðibann hafi verið sett á um skeið. Þá hafi veiðidagar verið færri undanfarin tímabil en þau voru áður. Einnig hafi verið bannað að selja rjúpu. Um fimmtíu þúsund rjúpur hafi verið veiddar í fyrra en áður hafi verið veiddar allt að 120 þúsund á ári.
Jón Hákon Halldórsson skrifar.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu