Starfsmannavelta
Starfsmannaveltan byrjuð að rúlla í bransanum
Ýmsar mannabreytingar í bransanum á næstunni og um leið verða kokkarnir sem hafa starfað útá landi á hótelum og veiðihúsum í sumar og á leið í bæinn eftirsóttir.
Þegar líður að hausti, þá hefur það sýnt sig í gegnum árin að ýmsar mannabreytingar verða í bransanum og er sá bolti þegar hafinn að rúlla, en samkvæmt heimildum Freisting.is er að Reynir fyrrverandi chef á Loftleiðum er hættur sem sölumaður í Dreifingu eftir skamma dvöl. Hann ku vera að byrja í Frímúrarahúsinu.
Jónmundur sölumaður og matreiðslumaður með meiru hjá GV-Heildverslun er að fara stjórna mötuneyti Alcoa Fjarðaál, en það er veisluþjónustan Lostæti sem kemur til með að reka mötuneytið. Jónmundur tekur með sér þungavigtar matreiðslumennina þá Þráinn Júliusson hjá Domo og Guðna Jón Gallery kjöt.
Þá eru nýir yfirkokkar á Silfur komnir, en það eru þeir Jói hnefi, Haffi og Steini á leið til Odense í Danmörku um áramótin.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar24 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var