Uncategorized
Vínskólinn á ferð og flugi í haust
|
Það verður enginn svikinn við að skrá sig á námskeiðin hjá Vínskólanum í haust. Fjölbreytt dagskrá með ýmsa fróðleiksmola í boði og kemur víndrottningin Dominique til með að leiða sælkera í gegnum vín og matarmenningu, þá bæði hér á Íslandi og eins til Jerez í Andalúsíu, en sú ferð er 22. til 27. september.
Eftirfarandi er haustdagskrá Vínskólans:
Vínskólinn hefur ekki látið mikið í sér heyra í sumar, enda liggur námskeiðahald eðlilega að mestu niðri á sumrin, en það er ekki þar með sagt að ekkert hafi gerst hjá okkur, enda margir víngerðamenn á ferð um Ísland og mikið að gera á Gestgjafanum þar sem Vínsíðurnar okkar hafa tekið stakkaskiptum. En nú taka rigningar við af sólinni, ber og sveppir af grillmatnum, námskeið af fjalla- og tjaldferðum.
Á dagskránni í haust eru:
-
vinsælustu námskeiðin eins og Vín og ostar, Vín og Villibráð, Matur og Vín
-
námskeið sem margir hafa beðið um: syrpa (3 námskeið) fyrir þá sem vilja vita almennt meira um vín, Toskana
-
nýtt námskeið þar sem Eymar mun fara á kostum um bjór þar sem hann er algjörlega sérfróður
-
og margt annað.
Hópar geta pantað sérnámskeið eða skráð sig á námskeið sem eru á dagskrá – og eins og sést, fer Vínskólinn með glöðu geði út á land, er með einkabílstjóra og á góðum bíl ! Við skoðum saman þema, staðsetningu og dagsetningu líka ef óskað er.
Starfsemi skólans verður áfram á Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti þar sem samstarfið hefur verið sérstaklega ánægjulegt, og 20% afsláttur verður á matnum í Fjalakettinum fyrir þá sem vilja panta borð sama dag og námskeiðin eru haldin.
Samstarf við Tapas Barinn: frá sunnudegi til fimmtudags, geta hópar (minnst 15 manns) bókað námskeið og mat í kjölfarið á sérkjörum. Nánari upplýsingar: [email protected]
Innritun fer fram í tölvupósti til [email protected], taka fram nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.
FERÐ TIL JEREZ Í ANDALÚSÍU:
Vínskólinn fer með sérhóp 22. til 27. september til Jerez í Andalúsíu og hægt er að bæta 2 til 4 við. Þetta verður mjög skemmtileg ferð, Sherry bærinn Jerez er afar ljúfur og lifandi og vínhúsin frábær að heimsækja. Þeir sem áhuga hafa geta fengið dagskrána senda en verða að ákveða sig mjög fljótt. Verðið er um 80 000 kr (með smá fyrirvara).
Bestu kveðjur
Dominique
Vínskólinn (898 40 85)
www.vinskolinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin