Vertu memm

Freisting

Íslenskir veitingastaðir of dýrir

Birting:

þann

 
Sægreifinn

Ísland býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð.

Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London.

„Það var sama hvert við fórum, alls staðar endurtók sagan sig. Rákumst til dæmis á fiskihlaðborð með ógirnilegum humri á sama verði og olíutunna!“ segir Finer hneykslaður í greininni. Hann var þó alls ekki óánægður með allt enda sagðist hann hafa fundið tvo góða veitingastaði í Reykjavík þar sem verðskráin var ekki svo sjokkerandi.

Fyrst lá leið hans á Sægreifann þar sem hann snæddi hrefnukjöt og humar­súpu sæll og glaður. Daginn eftir var honum bent á að bestu borgarana í bænum fengi hann á Hamborgarabúllunni. Honum þóttu báðir staðirnir þrælfínir og sagði hann Búlluna hafa staðið vel undir væntingum. Í lok greinarinnar sagði hann:

„Ísland er að sjálfsögðu miklu meira en matur. En þegar allt kemur til alls er fátt sem toppar góðan mat á sanngjörnu verði. Með því að leggja okkur svolítið fram fundum við tvo slíka staði.“

Greint frá í Fréttablaðinu

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið