Freisting
Svar vegna fyrirspurnar um skýrslu stjórnar MATVÍS og fundargerðar frá aðalfundi félagsins
Freisting.is óskaði eftir ítarlegri skýrslu frá síðasta aðalfundi Matvís og hefur stjórn Matvís fundað um málið og svarar eftirfarandi:
Svar vegna fyrirspurnar um skýrslu stjórnar MATVÍS og fundargerðar frá aðalfundi félagsins
Á stjórnarfundi 22.5.2007 var tekið fyrir erindi frá Smára Sæbjörnssyni um birtingu ársskýrslu félagsins eins og hún var samþykkt á aðalfundi félagsins þann 14. Maí sl. inn á heimasíðu freistingar.is.
Fundurinn fjallaði um erindið og var sammála því að fyrst bæri að líta til þess að slík birting yrði á heimasíðu félagsins áður en ákvörðun væri tekin um hvort þessar upplýsingar yrðu birtar á öðrum heimasíðum.
Uppbygging ársskýrslu þarf að taka mið af því hvort hún eigi á að birtast á vefnum, annað hvort að henni fylgi samantekt eða þá að einvörðungu úrdráttur úr skýrslunni væri birtur. Slík ákvörðun hefur ekki verið tekin, um hvort og þá hvaða upplýsingar eða með hvaða hætti slíkar upplýsingar yrðu settar upp á heimasíðu MATVÍS.
Í ljósi þess var ákveðið að vísa erindinu frá að svo stöddu.
Freisting.is vill þakka Matvís fyrir greinagóð svör.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður