Freisting
Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari er staddur á Nkf þinginu
Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari er staddur á Nkf þinginu í Turku í Finnlandi, en hann kemur til með að dæma í keppninni um titilinn „Matreiðslumaður Norðurlanda“.
Sverrir birtir skemmtilegan pistil á heimasíðu KM manna, sem fjallar um ferðalag hans til Turku fram til daginn í dag. Hér að neðan er hægt að lesa ferðasöguna og er hún hrein snilld, enda er Sverrir snillingur að eðlisfari.
Finnland Calling
Hei Káveri
Osa Yksi
Jæja, þá er maður eina ferðina enn lagstur í flakk og er áfangastaðurinn Turku í Finnlandi til að dæma í Matreiðslumaður Norðurlanda sem haldin er í tengslum við NKF þingið.
Ferðin hófst í Kef eins og vanalega og fastir liðir eins og venjulega, vesen við inntékk, en hafðist að lokum. Uppi er allt á tjá og tundri og maður eins og álfur út úr hól en rambaði á brekkarann, en í fyrsta sinn varð ég fyrir vonbrigðum með hann, Gulli þú verður að laga þetta. Um borð í vélina og rennt af stað. Svo þegar við erum að lenda í Helsinki 3 tímum síðar byrjar ballið, frekar hörð lending, svo rásaði vélin hægri-vinstri og í lokin var punkterað, þannig að hvein og söng í rokknum og var mér þá hugsað til hans Reynis á Loftleiðum, www.icehotels.is því hann er svona fyrirmyndar aftursætisbílstjóri.
Út úr vélinni svolítið shakey og inn í flugstöð að ná í dótið og opps allt stopp, kom þá hjá ung dama í hálfgerðu sjokki og ástæðan; Finnska landsliðið í Íshokki var að koma heim með silfurpening og daman svona æst. Ég hefði viljað sjá hana þegar Ungkokkar Íslands komu heim með bæði Gull og Silfur, hún hefði sennilega brunnið yfir. Út komst maður að lokum og brunað niður á Hótelið RadissonSAS Seaside, www.radissonsas.com en þar skyldi gist í tvær nætur. Upp á herbergi slakað á fram að kvöldmat. Í kvöldmat ákvað ég að fá mér spergilmatseðil sem var í boði, því nú er árstíð fyrir spergil. Og var það bara þrælgott. Upp að sofa því morguninn eftir skyldi lagst í víking.
Eftir brekkarann var ekið niður á kaja og stigið um borð í nýjasta fley Tallink www.tallink.com sem heitir Star og stefnan tekin á Tallinn, höfuðborg Eistlands. Sat maður í makindum með drykk í hönd upp á níundu hæð og fylgdist með hvernig dallurinn öslaði í sjónum til Tallinn.
Ferðin gekk vel og 2 tímum seinna var ég kominn til Eistlands, í land og í gegnum toll og tékk og út og það var eins og við manninn mælt þá hafði Nonni leigari frá því í London með Bjarna Þór haft samband til Tallinn og fjarskyldur frændi líka leigubílstjóri beið á kajanum og sagðist heita Valerii og keyrði hann með mig um og skutlaði mér svo upp á RadissonSAS hótelið, en þar ætlaði minn að fá sér Lunch og ekki brást þetta Radisson frekar en önnur í þeirri keðju. Eftir matinn var rölt í rólegheitum um þar til farið skyldi tilbaka og merkilegt nokk sami dallur til baka og skundað upp á níundu hæðina og slakað á. Þegar komið var til hafnar var skundað upp á hótel farið inn í buisness center og tölvast í smátíma.
Farið í kvöldmat og aftur valinn ítalski ressinn á hótelinu og ekki varð ánægjan minni þetta kvöld og á cheffinn Henry Lúbeck hrós skilið fyrir frábæran mat. Fór síðan út og fór með sporvögnunum hring um borgina og heim á hótel og þú veist.
Kl. 10 var farið í skoðunarferð um borgina um 1 og hálfs tíma keyrsla, flott rúta með öllum nýjustu græjum og var það skemmtileg og fræðandi ferð. Það sem mér fannst skondnast var slagorð Stockmann, www.stockmann.fi verslunarinnar en hún er svona Harrods Helsinki en það hljóðar svona;
If you don´t find it, you don´t need it.
Aftur upp á hótel og stefnan tekin á Járnbrautarstöðina því nú skyldi haldið til Turku og var það 2 tíma ferð í lest og var ég orðin leiður á að horfa á tré þegar lestin kom á leiðarenda. Út og tekinn leigari og nú skyldi áð á Sokos Hotel Hamburger Börs, www.sokoshotels.fi tékkað inn og staðurinn tekinn út. Smáspjall á barnum með þeim Íslendingum sem komnir voru.
Fór á veitingastað á Hótelinu sem heitir Oscar og er með finnska eldamennsku, fékk ég mér sveppasúpu úr villisveppum með reyktu hreindýrakjöti kurluðu yfir og kom það þægilega á óvart. Í aðalrétt hreindýr með kartöflumús og lyngongberjum og kom það á fati með þremur skálum, í einni voru berin í annarri kartöflumús og í þeirri þriðju tálgað hreindýrakjöt í soði, þrælgott, en margur hefði séð á eftir kjötinu í svona meðhöndlun, en svona gera Finnarnir það. Upp á herbergi til að skrifa þetta bréf.
Kv Sverrir
Greint frá á heimasíðu Klúbb Matreiðslumanna (Smellið hér)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s